Um okkur
Klassískar fótboltatreyjur er sölusíða fyrir notaðar (og stöku sinnum nýjar/ónotaðar) klassískar fótboltatreyjur. Helstu upplýsingar um viðkomandi treyjur fylgja auglýsingum. Verð fara eftir ýmsum forsendum sem snúa að t.d. ástandi-, sjaldgæfi- og mismunandi leiðum að frumkaupum treyjanna sem verða síðan til sölu á síðunni. Mat söluaðila á söluvirði treyjanna er því að mörgu leyti afstætt og það má öllum ljóst vera að stundum er hægt að fá álíka treyjur utan Íslands á öðrum verðum. Framboð og eftirspurn þessarra treyja breytist frá ári til árs og jafnvel degi til dags úti um heim allan þar sem sumar verða sjaldgæfari og fleiri koma í ljós af öðrum.